Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 21:09 Dagur mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum á morgun. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50