Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. júní 2022 20:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þarf ekki að yfirgefa Downing-stræti 10 á næstunni. AP/Alberto Pezzali Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01