Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. júní 2022 20:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þarf ekki að yfirgefa Downing-stræti 10 á næstunni. AP/Alberto Pezzali Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01