„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 15:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðsins, segir sína menn þurfa að einblína á sjálfa sig. Vísir/Stöð 2 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi. „Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
„Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira