Innlent

Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga. 
Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga.  Vísir/Vilhelm

Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. 

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð.

Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm

Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata.

Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði.


Tengdar fréttir

Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag

Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag.

Einar tekur við af Degi sem borgar­stjóri árið 2024

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×