Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 17:05 Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga. Vísir/Vilhelm Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10