Bann gegn guðlasti lögfest á ný Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júní 2022 17:30 Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun