„Þetta bara snýst um mannleg samskipti og að við tökum tillit til hvors annars“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júní 2022 21:47 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að allir taki tillit til hvors annars í umferðinni. Vísir/Egill Málum hefur fjölgað síðustu ár þar sem árekstrar og núningur á milli gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks og ökumanna hafa komið til kasta lögreglu. Tillitssemi getur þó ýmsu breytt til góðs að mati lögreglumanns. Þegar Margeir Ingólfsson var að hjóla heim til sín niður Laugaveginn um kvöldmatarleytið á laugardaginn var ekið á hann. „Svo allt í einu kemur einhver svona bíll á eftir mér og byrjar að þenja bílinn mjög mikið. Ég pæli nú ekki mikið í því af því að þetta er nú bara svona pínu daglegt brauð að það sé flautað á hjólreiðamenn og bílarnir séu þandir svona með svona ógnandi tilbrigðum. Þannig að ég horfði ekki einu sinni til baka. Ég hélt áfram bara að hjóla eins og ekkert hafði í skorist og elti bílinn sem var á undan mér og svo allt í einu bara finn ég að hann neglir aftan á hjólið mitt. Ég dett af hjólinu og sem betur fer meiddist ég ekki neitt.“ Eftir að Margeir náði að standa upp gekk hann að bílnum til að tala við ökumanninn um atvikið. „Þá bara gefur hann í brunar af stað og keyrir yfir hjólið mitt og stingur af frá vettvangi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Margeir er sleginn vegna málsins. „Bara í svona smá uppnámi. Ég var mjög bara feginn en þetta hefði getað farið miklu verr af því að maður þarf í raun og veru mjög mjög lítið til þess að detta illa og fá höfuðhögg eða eitthvað.“ Margeir segir vitni hafa náð númerinu á bílnum en málið er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hafa fengið kærur inn á borð hjá sér Mál sem þetta hafa áður komið á borð lögreglunnar. „Það hafa komið upp allskonar árekstrar á milli hjólandi og gangandi og ökutækja. Þannig að við erum vanir að fá kvartir frá reiðhjólamönnum um ökutæki sem þeir telja að vera svona að ógna sér og svo höfum við náttúrulega líka fengið kvartnir frá gangandi vegfarendum gagnvart hjólreiðamönnum,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir málin misjafnlega alvarleg. „Við höfum fengið kærur inn á borð til okkar bæði frá gangandi vegfarendum og reiðhjólamönnum og þau mál náttúrulega eru bara rannsökuð og lýkur stundum með sektum og hérna öðrum viðurlögum.“ Þá segir hann málum sem þessum hafa fjölgað síðustu ár samhliða því að fleiri séu farnir að hjóla og vera á rafhjólum. „Það hefur orðið sprenging svona undanfarin svona þrjú, fjögur, fimm ár í reiðhjólamennsku og í þessum smá farartækjum. Við megum ekki gleyma til dæmis rafhlaupahjólunum. Við erum að glíma þar við til dæmis mikið af kvörtunum út af þeim.“ Árni segir sérstaka stíga þar sem umferð gangandi, hjólandi og akandi er skilin að hafa gefist vel. „Í mörgum tilvikum er stígakerfið hérna á höfuðborgarsvæðinu mjög gott. Það eru sem sagt aðskildir hjólastígar og svo göngustígar en þessi núningur sem okkur er tíðrætt um hann á eiginlega eingöngu sér stað þar sem er blandað. Þar sem gangandi vegfarendur og reiðhjólamenn eru saman á stíg og þá virðist verða svona núningur á milli þessara aðila en í flestum tilvikum þar sem stígarnir eru aðskildir þar er bara allt í góðu lagi og við náttúrulega vonum að Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hérna á höfuðborgarsvæðinu að þau stígi enn meira í það að aðskilja þessar tegundir.“ Þá séu slysin færri á slíkum stígum. „Við erum að sjá það bæði með rafhlaupahjól og reiðhjól að slys og óhöpp eru miklu fátíðari á stígum sem að eru eingöngu fyrir þessi tæki. Þar sem er blandað þar virðist vera meira af óhöppum.“ Árni segir mikilvægt að allir taki tillit til hvors annars í umferðinni. „Þetta bara snýst um mannlega samskipti og að við tökum tillit til hvors annars.“ Þá segir hann lögin skýr. „Gangandi vegfarandinn hann á réttinn. Sem sagt reiðhjólamenn þurfa að taka tillit til gangandi vegfarenda. Að sama skapi eiga ökumenn að taka tillit til hjólandi vegfarenda. Þannig að þetta er þessi tröppugangur og heilt yfir þá er langbest ef allir hugsa þannig að taka tillit til hvors annars í allar áttir.“ Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mál Margeirs sé ekki einsdæmi og hjólreiðafólki ítrekað ógnað Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl kallar eftir aðgerðum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi í umferðinni. Hún segir ógnandi hegðun ökumanna og skaðlega samgöngumenningu hafa leitt til þess að fólk veigri sér við að hjóla. 7. júní 2022 16:15 „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þegar Margeir Ingólfsson var að hjóla heim til sín niður Laugaveginn um kvöldmatarleytið á laugardaginn var ekið á hann. „Svo allt í einu kemur einhver svona bíll á eftir mér og byrjar að þenja bílinn mjög mikið. Ég pæli nú ekki mikið í því af því að þetta er nú bara svona pínu daglegt brauð að það sé flautað á hjólreiðamenn og bílarnir séu þandir svona með svona ógnandi tilbrigðum. Þannig að ég horfði ekki einu sinni til baka. Ég hélt áfram bara að hjóla eins og ekkert hafði í skorist og elti bílinn sem var á undan mér og svo allt í einu bara finn ég að hann neglir aftan á hjólið mitt. Ég dett af hjólinu og sem betur fer meiddist ég ekki neitt.“ Eftir að Margeir náði að standa upp gekk hann að bílnum til að tala við ökumanninn um atvikið. „Þá bara gefur hann í brunar af stað og keyrir yfir hjólið mitt og stingur af frá vettvangi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Margeir er sleginn vegna málsins. „Bara í svona smá uppnámi. Ég var mjög bara feginn en þetta hefði getað farið miklu verr af því að maður þarf í raun og veru mjög mjög lítið til þess að detta illa og fá höfuðhögg eða eitthvað.“ Margeir segir vitni hafa náð númerinu á bílnum en málið er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hafa fengið kærur inn á borð hjá sér Mál sem þetta hafa áður komið á borð lögreglunnar. „Það hafa komið upp allskonar árekstrar á milli hjólandi og gangandi og ökutækja. Þannig að við erum vanir að fá kvartir frá reiðhjólamönnum um ökutæki sem þeir telja að vera svona að ógna sér og svo höfum við náttúrulega líka fengið kvartnir frá gangandi vegfarendum gagnvart hjólreiðamönnum,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir málin misjafnlega alvarleg. „Við höfum fengið kærur inn á borð til okkar bæði frá gangandi vegfarendum og reiðhjólamönnum og þau mál náttúrulega eru bara rannsökuð og lýkur stundum með sektum og hérna öðrum viðurlögum.“ Þá segir hann málum sem þessum hafa fjölgað síðustu ár samhliða því að fleiri séu farnir að hjóla og vera á rafhjólum. „Það hefur orðið sprenging svona undanfarin svona þrjú, fjögur, fimm ár í reiðhjólamennsku og í þessum smá farartækjum. Við megum ekki gleyma til dæmis rafhlaupahjólunum. Við erum að glíma þar við til dæmis mikið af kvörtunum út af þeim.“ Árni segir sérstaka stíga þar sem umferð gangandi, hjólandi og akandi er skilin að hafa gefist vel. „Í mörgum tilvikum er stígakerfið hérna á höfuðborgarsvæðinu mjög gott. Það eru sem sagt aðskildir hjólastígar og svo göngustígar en þessi núningur sem okkur er tíðrætt um hann á eiginlega eingöngu sér stað þar sem er blandað. Þar sem gangandi vegfarendur og reiðhjólamenn eru saman á stíg og þá virðist verða svona núningur á milli þessara aðila en í flestum tilvikum þar sem stígarnir eru aðskildir þar er bara allt í góðu lagi og við náttúrulega vonum að Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hérna á höfuðborgarsvæðinu að þau stígi enn meira í það að aðskilja þessar tegundir.“ Þá séu slysin færri á slíkum stígum. „Við erum að sjá það bæði með rafhlaupahjól og reiðhjól að slys og óhöpp eru miklu fátíðari á stígum sem að eru eingöngu fyrir þessi tæki. Þar sem er blandað þar virðist vera meira af óhöppum.“ Árni segir mikilvægt að allir taki tillit til hvors annars í umferðinni. „Þetta bara snýst um mannlega samskipti og að við tökum tillit til hvors annars.“ Þá segir hann lögin skýr. „Gangandi vegfarandinn hann á réttinn. Sem sagt reiðhjólamenn þurfa að taka tillit til gangandi vegfarenda. Að sama skapi eiga ökumenn að taka tillit til hjólandi vegfarenda. Þannig að þetta er þessi tröppugangur og heilt yfir þá er langbest ef allir hugsa þannig að taka tillit til hvors annars í allar áttir.“
Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mál Margeirs sé ekki einsdæmi og hjólreiðafólki ítrekað ógnað Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl kallar eftir aðgerðum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi í umferðinni. Hún segir ógnandi hegðun ökumanna og skaðlega samgöngumenningu hafa leitt til þess að fólk veigri sér við að hjóla. 7. júní 2022 16:15 „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Mál Margeirs sé ekki einsdæmi og hjólreiðafólki ítrekað ógnað Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl kallar eftir aðgerðum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi í umferðinni. Hún segir ógnandi hegðun ökumanna og skaðlega samgöngumenningu hafa leitt til þess að fólk veigri sér við að hjóla. 7. júní 2022 16:15
„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16