Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Margrét Hugadóttir skrifar 8. júní 2022 10:30 Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Margrét Hugadóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun