Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:39 Eyþór Ívar forseti Akademias, Harpa framkvæmdastjóri Hoobla og Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver. Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver.
Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira