Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 12:09 Auður Alfa segir matvöruverslanakeðjurnar ekki þurfa að ráðast í svo gríðarlega miklar verðhækkanir. aðsend Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19