Einn sigur á heilu ári fyrir skyldusigurinn í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 15:31 Íslenskir landsliðsmenn fagna sigrinum gegn Liechtenstein - eina sigrinum á síðustu 12 mánuðum. vísir/vilhelm Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA. Frá því að Arnar Þór Viðarsson tók við íslenska landsliðinu í ársbyrjun 2021 hefur liðið unnið þrjá af nítján leikjum sínum. Tveir sigranna komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum í leik sem fór fram fyrir rétt rúmu ári. Þó að flestir virðist sammála um að batamerki hafi verið á leik íslenska liðsins í leikjunum við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni nú í júní enduðu þeir báðir með jafntefli. Þar með hefur Ísland aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum, og ekki fagnað sigri í neinum af síðustu átta leikjum. National team wins in last year: DENMARK: 13 England: 12* Spain: 11 Italy: 10* Germany: 10* Portugal: 10 Netherlands: 10 Belgium: 9 France: 9 SWEDEN: 8 NORWAY: 7 Croatia: 7 Switzerland: 6 FINLAND: 5 FAROE ISLANDS: 3* ICELAND: 1 pic.twitter.com/JAoEM2UwPb— Nordic Footy (@footy_nordic) June 7, 2022 Arnar tók við landsliðinu eftir að það hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum undir stjórn Eriks Hamrén, gegn Belgum (2 sinnum), Dönum (2 sinnum) og Ungverjum. Undir stjórn Arnars hefur Íslands nú tapað átta leikjum, gert átta jafntefli og unnið þrjá leiki en fastlega má gera ráð fyrir því að fjórði sigurinn komi í San Marínó í kvöld. Ísland mætir svo Ísrael öðru sinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld í síðasta leik sínum í þessari törn og þarf helst á sigri að halda í baráttunni um efsta sæti síns riðils í Þjóðadeildinni. Það sæti gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM sem og öruggt sæti í EM-umspili ef á þarf að halda. Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjum Íslands undir stjórn Arnars. Leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sigurleikir eru grænmerktir, jafntefli gul og töpin rauð.Skjáskot/Soccerway.com Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Frá því að Arnar Þór Viðarsson tók við íslenska landsliðinu í ársbyrjun 2021 hefur liðið unnið þrjá af nítján leikjum sínum. Tveir sigranna komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum í leik sem fór fram fyrir rétt rúmu ári. Þó að flestir virðist sammála um að batamerki hafi verið á leik íslenska liðsins í leikjunum við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni nú í júní enduðu þeir báðir með jafntefli. Þar með hefur Ísland aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum, og ekki fagnað sigri í neinum af síðustu átta leikjum. National team wins in last year: DENMARK: 13 England: 12* Spain: 11 Italy: 10* Germany: 10* Portugal: 10 Netherlands: 10 Belgium: 9 France: 9 SWEDEN: 8 NORWAY: 7 Croatia: 7 Switzerland: 6 FINLAND: 5 FAROE ISLANDS: 3* ICELAND: 1 pic.twitter.com/JAoEM2UwPb— Nordic Footy (@footy_nordic) June 7, 2022 Arnar tók við landsliðinu eftir að það hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum undir stjórn Eriks Hamrén, gegn Belgum (2 sinnum), Dönum (2 sinnum) og Ungverjum. Undir stjórn Arnars hefur Íslands nú tapað átta leikjum, gert átta jafntefli og unnið þrjá leiki en fastlega má gera ráð fyrir því að fjórði sigurinn komi í San Marínó í kvöld. Ísland mætir svo Ísrael öðru sinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld í síðasta leik sínum í þessari törn og þarf helst á sigri að halda í baráttunni um efsta sæti síns riðils í Þjóðadeildinni. Það sæti gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM sem og öruggt sæti í EM-umspili ef á þarf að halda. Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjum Íslands undir stjórn Arnars. Leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sigurleikir eru grænmerktir, jafntefli gul og töpin rauð.Skjáskot/Soccerway.com
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti