Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 22:55 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fer með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál í ríkisstjórn landsins. Sigurjón Ólason Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. Innviðaráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, var býsna afdráttarlaus í viðtali í byrjun maímánaðar þegar hann hafnaði því að borgin fengi Skerjafjarðarlandið undir íbúðabyggð: „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 þann 4. maí síðastliðinn. Sigurður Ingi var að koma úr flugi frá Egilsstöðum þann 4. maí þegar hann sló á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum.Ívar Fannar Arnarsson En núna er Framsóknarflokkurinn kominn í meirihluta með svohljóðandi ákvæði í meirihlutasáttmála: „Við ætlum að virða alla samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins um innanlandsflug, Reykjavíkurflugvöll og flutning flugvallarins í Hvassahraun á grundvelli veðurfarsrannsókna. Við viljum byggja nýtt hverfi í Skerjafirði, taka tillit til Reykjavíkurflugvallar á byggingartíma þess og taka tillit til faglegs áhættumats og mótvægisaðgerða vegna vindafars sem útfærðar verða í samvinnu við Isavia.“ Sigurður Ingi segir ákvæðið árétta að samkomulag ríkis og borgar um rekstraröryggi vallarins verði virt og tryggja að bygging íbúðahverfis í Skerjafirði sé háð mati Isavia. „Verði hægt að byggja í Skerjafirðinum þá megi það hvorki raska flugöryggi né rekstri flugvallarins, að mati þeirra sérfræðinga sem um það véla, það er að segja Isavia og Samgöngustofu eftir atvikum,“ segir ráðherra flugmála. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð.Teikning/Reykjavíkurborg Í nýja meirihlutasáttmálanum er Skerjafjörður samt sem áður talinn upp sem eitt af þeim hverfum sem eigi að byggja upp. -Þú lítur ekki svo á að menn eigi bara að láta þetta svæði í friði þangað til niðurstaða er fengin um Hvassahraun? „Skipulagsvaldið er nú hjá sveitarfélögunum. Ætli við eigum ekki að virða það, á meðan það er þar. Hins vegar er líka mikilvægt að menn virði þau samkomulög sem þar eru gerð. Og ég get ekki betur séð en að sáttmáli hins nýja meirihluta árétti það.“ -Þannig að þú hefur ekki áhyggjur? „Nei,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Athugasemd: Í sjónvarpshluta fréttarinnar er vitnað í flugvallarákvæði meirihlutasáttmála fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. Flugvallarákvæði nýs meirihlutasáttmála birtist í skrifuðum texta fréttarinnar á Vísi hér að ofan. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Innviðaráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, var býsna afdráttarlaus í viðtali í byrjun maímánaðar þegar hann hafnaði því að borgin fengi Skerjafjarðarlandið undir íbúðabyggð: „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 þann 4. maí síðastliðinn. Sigurður Ingi var að koma úr flugi frá Egilsstöðum þann 4. maí þegar hann sló á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum.Ívar Fannar Arnarsson En núna er Framsóknarflokkurinn kominn í meirihluta með svohljóðandi ákvæði í meirihlutasáttmála: „Við ætlum að virða alla samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins um innanlandsflug, Reykjavíkurflugvöll og flutning flugvallarins í Hvassahraun á grundvelli veðurfarsrannsókna. Við viljum byggja nýtt hverfi í Skerjafirði, taka tillit til Reykjavíkurflugvallar á byggingartíma þess og taka tillit til faglegs áhættumats og mótvægisaðgerða vegna vindafars sem útfærðar verða í samvinnu við Isavia.“ Sigurður Ingi segir ákvæðið árétta að samkomulag ríkis og borgar um rekstraröryggi vallarins verði virt og tryggja að bygging íbúðahverfis í Skerjafirði sé háð mati Isavia. „Verði hægt að byggja í Skerjafirðinum þá megi það hvorki raska flugöryggi né rekstri flugvallarins, að mati þeirra sérfræðinga sem um það véla, það er að segja Isavia og Samgöngustofu eftir atvikum,“ segir ráðherra flugmála. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð.Teikning/Reykjavíkurborg Í nýja meirihlutasáttmálanum er Skerjafjörður samt sem áður talinn upp sem eitt af þeim hverfum sem eigi að byggja upp. -Þú lítur ekki svo á að menn eigi bara að láta þetta svæði í friði þangað til niðurstaða er fengin um Hvassahraun? „Skipulagsvaldið er nú hjá sveitarfélögunum. Ætli við eigum ekki að virða það, á meðan það er þar. Hins vegar er líka mikilvægt að menn virði þau samkomulög sem þar eru gerð. Og ég get ekki betur séð en að sáttmáli hins nýja meirihluta árétti það.“ -Þannig að þú hefur ekki áhyggjur? „Nei,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Athugasemd: Í sjónvarpshluta fréttarinnar er vitnað í flugvallarákvæði meirihlutasáttmála fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. Flugvallarákvæði nýs meirihlutasáttmála birtist í skrifuðum texta fréttarinnar á Vísi hér að ofan.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20