Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 19:39 Bjarna Jónsyni, þingmanni Vinstri grænna, líst ekkert á að Héraðsvötn verði færð úr verndunarflokki. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. „Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni.
Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira