Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili Sverrir Mar Smárason skrifar 11. júní 2022 21:47 Kolbeinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023. „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Fleiri fréttir 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Fleiri fréttir 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira