„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:00 Úr leik Breiðabliks og Vals í sumar. Vísir/Diego Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira