MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 10:42 Sjóflutningsfyrirtækið Maersk hefur breytt stefnu sinni þegar kemur að kynferðisbrotum á skipum á vegum fyrirtækisins. John Lamb/Getty Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“ Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“
Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira