Vilja stöðva Rússa í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 12:17 Úkraínskir hermenn nærri Lysychansk. Getty/Marcus Yam Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50