Innlent

Enn að eiga við Covid-19

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þóróllfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Covid-19 ekki lokið
Þóróllfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Covid-19 ekki lokið Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Enn er dálítill fjöldi að greinast með Covid og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Covid ekki lokið. Nú séu það mest ferðamenn sem greinist, þá sérstaklega þau sem fari til Bandaríkjanna. Hann telur það þó geta breyst þar sem ekki er lengur þörf á því að sýna fram á neikvætt PCR-próf á leið þangað.

Sveiflur er enn að sjá í faraldrinum en Þórólfur segir það vera tengt við þann fjölda sýna sem er tekinn, fólk sé ekki endilega að fara í staðfestingarpróf þó það sé að greinast með heimaprófum.

Einnig stendur til að byrja að bólusetja eldri en 80 ára með fjórða skammti en Ísland er ekki komið á þann stað að sá skammtur standi öllum landsmönnum til boða. Þórólfur segir það vera í ákveðinni biðstöðu. 

„Eina landið sem ég veit um sem hefur ákveðið hvernig þetta verður í haust eru Svíar, þeir hafa lagt fram áætlun um haustið og bólusetningu og bjóða öllum bólusetningu í haust, það eru ekki allir sem hafa gert það fram að þessu en við þurfum bara aðeins að sjá til,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

Um 150 til 200 nú að greinast með Co­vid-19 dag­lega

Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×