Rekstrarafkoma í sjávarútvegi: Hverjar eru staðreyndirnar? Magnús Örn Gunnarsson skrifar 14. júní 2022 11:30 Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun