Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2022 23:00 Breiðablik vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. Í fyrri hálfleik voru Blikar sterkari, sérstaklega fyrstu 20 mínútur leiksins. Gestirnir pressuðu heimakonur stíft. Það bar árangur á 27.mínútu þegar Blikar unnu boltann á miðjunni. Sendu boltann inn fyrir vörn Þróttar þar sem Hildur Antonsdóttir kláraði færið sitt vel. Leikur Þróttar og Breiðabliks endaði 0-3 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði með mikilli pressu Breiðabliks sem skilaði sér á 27. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir slapp innfyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Á 48. mínútu leiksins fékk þjálfari Þróttar Nik Camberlain rautt spjald fyrir að segja f-orðið eftir ósætti með dóm Jóhanns Inga dómara leiksins. Næsta mark Blika lét á sér standa en það kom á 85. mínútu og gulltryggði sigur gestanna. Síðasta naglinn í kistu Þróttara kom í uppbótartíma. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik sýndi það í kvöld að þær eru með betra lið. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið öruggur fyrr en í lokin þá voru heimakonur ekki líklegar til að vinna leikinn. Þær gáfu sig þó allar í leikinn sem gerði það að verkum að áhorfendur fengu skemmtilegan leik. Þrátt fyrir að Þróttur hafi verið með einu stigi meira fyrir leikinn í kvöld þá sást gæða munur á liðunum. Vel skipulögð pressa þeirra gerði Þrótturum erfitt fyrir, svo þegar Blikar voru með boltann þá spiluðu þær honum vel fram völlinn. Þrótturum gekk erfiðlega að nýta sér boltann í þau skipti sem þær komust á síðasta þriðjung vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk sem hún kláraði vel. Heilt yfir var framistaða leikmanna frekar jöfn og fáar sem stóðu upp úr. Varnarlína Blika var örugg í sínum aðgerðum þá sérstaklega miðverðirnir tveir Natasha og Taylor. Hvað gekk illa? Þrótturum gekk illa að skapa sér færi í leiknum. Þær sóknir sem þær áttu runnu oftar en ekki út í sandinn eftir lélegar fyrirgjafir eða slakar sendingar á síðasta þriðjung. Nik: „Ég snéri mér við og sagði f-off“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Diego Nik Chamberlain þjálfari Þróttar fékk rautt spjald um miðjan leik eftir munnsöfnuð. Hann var mættur í viðtal eftir leik til að tala um leikinn og ekki síst um rauða spjaldið. „Murphy var spjölduð fyrir að fara seint í tæklingu, sem var rétt. Svo átti Klara tæklingu sem hún kom seint inn í og ég spurði aðstoðardómarann, hver er munurinn? Hann sagði að hún hafi ekki farið seint í tæklinguna. Ég snéri mér við og sagði f-off. Það var nóg. Við vorum að tala saman, það voru góðar samræður. Ég held bara að dómarinn hefði getað átt mun betur við þetta atvik. Þegar þú sérð að allur bekkurinn stendur upp og öskrar og ég sný mér við og segi f-off þegar það var í raun ekkert í gangi. Það er bara grín. Við áttum góðar samræður, ég skil vel hvaðan hann er að koma en ég held að aðstoðardómarinn verði að bregðast öðru vísi við,“ sagði Nik um rauða spjaldið sem hann fékk. Nik talaði um að leikurinn við Val í næstu umferð gæti orðið öðruvísi vegna mismunandi leikstíla Blika og Vals. „Mögulega, Valur situr neðar á vellinum frekar en að pressa bara. Þær gætu þó komið á óvart og breytt því. Við erum með leikmenn í meiðslum svo við þurfum að sjá til hvernig að verður,“ sagði Nik að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. Í fyrri hálfleik voru Blikar sterkari, sérstaklega fyrstu 20 mínútur leiksins. Gestirnir pressuðu heimakonur stíft. Það bar árangur á 27.mínútu þegar Blikar unnu boltann á miðjunni. Sendu boltann inn fyrir vörn Þróttar þar sem Hildur Antonsdóttir kláraði færið sitt vel. Leikur Þróttar og Breiðabliks endaði 0-3 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði með mikilli pressu Breiðabliks sem skilaði sér á 27. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir slapp innfyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Á 48. mínútu leiksins fékk þjálfari Þróttar Nik Camberlain rautt spjald fyrir að segja f-orðið eftir ósætti með dóm Jóhanns Inga dómara leiksins. Næsta mark Blika lét á sér standa en það kom á 85. mínútu og gulltryggði sigur gestanna. Síðasta naglinn í kistu Þróttara kom í uppbótartíma. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik sýndi það í kvöld að þær eru með betra lið. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið öruggur fyrr en í lokin þá voru heimakonur ekki líklegar til að vinna leikinn. Þær gáfu sig þó allar í leikinn sem gerði það að verkum að áhorfendur fengu skemmtilegan leik. Þrátt fyrir að Þróttur hafi verið með einu stigi meira fyrir leikinn í kvöld þá sást gæða munur á liðunum. Vel skipulögð pressa þeirra gerði Þrótturum erfitt fyrir, svo þegar Blikar voru með boltann þá spiluðu þær honum vel fram völlinn. Þrótturum gekk erfiðlega að nýta sér boltann í þau skipti sem þær komust á síðasta þriðjung vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk sem hún kláraði vel. Heilt yfir var framistaða leikmanna frekar jöfn og fáar sem stóðu upp úr. Varnarlína Blika var örugg í sínum aðgerðum þá sérstaklega miðverðirnir tveir Natasha og Taylor. Hvað gekk illa? Þrótturum gekk illa að skapa sér færi í leiknum. Þær sóknir sem þær áttu runnu oftar en ekki út í sandinn eftir lélegar fyrirgjafir eða slakar sendingar á síðasta þriðjung. Nik: „Ég snéri mér við og sagði f-off“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Diego Nik Chamberlain þjálfari Þróttar fékk rautt spjald um miðjan leik eftir munnsöfnuð. Hann var mættur í viðtal eftir leik til að tala um leikinn og ekki síst um rauða spjaldið. „Murphy var spjölduð fyrir að fara seint í tæklingu, sem var rétt. Svo átti Klara tæklingu sem hún kom seint inn í og ég spurði aðstoðardómarann, hver er munurinn? Hann sagði að hún hafi ekki farið seint í tæklinguna. Ég snéri mér við og sagði f-off. Það var nóg. Við vorum að tala saman, það voru góðar samræður. Ég held bara að dómarinn hefði getað átt mun betur við þetta atvik. Þegar þú sérð að allur bekkurinn stendur upp og öskrar og ég sný mér við og segi f-off þegar það var í raun ekkert í gangi. Það er bara grín. Við áttum góðar samræður, ég skil vel hvaðan hann er að koma en ég held að aðstoðardómarinn verði að bregðast öðru vísi við,“ sagði Nik um rauða spjaldið sem hann fékk. Nik talaði um að leikurinn við Val í næstu umferð gæti orðið öðruvísi vegna mismunandi leikstíla Blika og Vals. „Mögulega, Valur situr neðar á vellinum frekar en að pressa bara. Þær gætu þó komið á óvart og breytt því. Við erum með leikmenn í meiðslum svo við þurfum að sjá til hvernig að verður,“ sagði Nik að lokum.