Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 23:52 Mute Bourup, forsætisráðherra Grænlands (t.v. sitjandi), Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur (f.m.) og Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada (t.h.), handsöluðu samkomulagið um Hanseyju í Ottawa í dag. AP/Justin Tang/ The Canadian Press Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri. Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri.
Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira