Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 16:09 John Hinckley Jr. verður loksins frjáls ferða sinna, 40 árum eftir að hann reyndi að ráða Ronald Reagan bana. AP/Barry Thumma John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna: Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna:
Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20