Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2022 23:19 Þórður Kristinsson er sölustjóri Útilegumannsins. Vísir/Egill Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira