Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 18:46 Mótmælandi heldur á skilti með andliti Boris Johnson forsætisráðherra fyrir utan breska þinghúsið. AP/Matt Dunham Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01