Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Sverrir Mar Smárason skrifar 15. júní 2022 21:54 Jón Þór á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. „Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
„Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn