Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júní 2022 20:30 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir stöðuna á spítalanum afleita af mörgum ástæðum. Vísir/Sigurjón Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira