Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2022 06:36 Séð yfir Reykjavíkurflugvöll og Hlíðarendasvæðið. Það hverfi skipulagði borgin þannig að ein af flugbrautum vallarins varð ónothæf. Arnar Halldórsson Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. Stjórnarfrumvarp að nýjum heildarlögum um loftferðir var flutt af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. Sagði hann í framsögu að því væri ætlað að skapa flugsamgöngum nýja og uppfærða lagaumgjörð sem taki mark af nútímakröfum og alþjóðlegum skuldbindingum á þessu sviði. Innviðaráðherra virðist vera kominn með nýtt vopn ef verja þarf flugvöll gegn ásælni viðkomandi sveitarfélags. Ráðherrann fer með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál í ríkisstjórninni.Ívar Fannar Arnarsson Þótt almenn sátt hafi ríkt um þingmálið var þó deilt um það ákvæði sem heimilar ráðherra að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli og að þær reglur séu settar ofar skipulagsvaldi sveitarfélaga. „Skipulagsreglur flugvalla trompa skipulag sveitarfélaga, aðal- og deiliskipulag, í tengslum við flugöryggi,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður í samtali við fréttastofu um lagabreytinguna en hann var framsögumaður málsins í umhverfis- og samgöngunefnd. En getur lagabreytingin haft áhrif í deilum um Reykjavíkurflugvöll, til dæmis í yfirstandandi deilum Isavia og borgar um skipulag nýs hverfis í Skerjafirði? „Já. Klárlega,“ svarar Njáll Trausti enda gangi skipulagsreglur framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga á sviði flugöryggis. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður fór fyrir nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Njáll var annar formanna samtakanna Hjartans í Vatnsmýri sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að verja Reykjavíkurflugvöll.vísir/sigurjón Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem stóð einn að minnihlutaáliti, sagði að þetta fæli í sér víðtækt afnám á skipulagsvaldi sveitarfélaga og tók þannig undir afstöðu Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, sem í umsögnum gerðu verulegar athugasemdir. „Nái breytingin fram að ganga mun hún kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hafa yfir flugvöllum innan eigin staðarmarka,“ segir í umsögn borgarinnar, sem fráfarandi meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna skrifaði undir. „Dapurlegt er að í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins eru ekki færð fram nein rök fyrir því að nauðsynlegt sé að víkja frá því meginsjónarmiði skipulagslaga um að ákvörðunartaka í skipulagsmálum eigi að vera sem næst þeim sem málið varðar. Umrætt ákvæði er ekki bara óeðlileg og gróf aðför að sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga - heldur er hún algjörlega án knýjandi eða málefnalegra ástæðna,“ segir ennfremur í umsögn borgarinnar. Deilur hafa verið um hvort uppbygging nýs íbúðahverfis í Skerjafirði skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.Reykjavíkurborg Samband íslenskra sveitarfélaga lagðist einnig gegn málinu. „Að mati sambandsins er hér um að ræða afar íþyngjandi inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sveitarfélögin geta á engan hátt sætt sig við. Hér er tilefni til að minna á að skipulagsvaldið er hornsteinn sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga,“ segir í umsögn þess. Alþingi kom þó til móts við áhyggjur Sambands sveitarfélaga og borgarinnar með því að bæta inn ákvæði þess efnis að hlutaðeigandi sveitarfélag fengi, ásamt Samgöngustofu og rekstraraðila flugvallarins, aðild að starfshópi ráðherra sem annaðist gerð tillögu að reglunum. Ráðherra skipar formann starfshópsins án tilnefningar. „Markmið starfshópsins skal vera að tillaga að skipulagsreglum tryggi flugöryggi með fullnægjandi hætti með sem minnstum takmörkunum á skipulag þeirra svæða í kringum flugvöllinn sem reglurnar taka til,“ segir í ákvæðinu. „Telur meirihlutinn að með þessum hætti megi tryggja sveitarfélögum beina þátttöku í undirbúningi og gerð skipulagsreglnanna og að skipulagsreglurnar feli ekki í sér meiri takmarkanir á skipulagi svæða í nágrenni flugvalla en nauðsynlegt er vegna flugöryggissjónarmiða,“ segir í útskýringum. Lagaákvæðið sem setur skipulagsreglur flugvalla ofar skipulagsvaldi sveitarfélaga fór svona í gegn: „Sveitarfélögum ber að gæta þess að skipulagsáætlanir þeirra og aðrar ákvarðanir á grundvelli skipulagslaga samræmist skipulagsreglum flugvalla frá því að skipulagsreglurnar taka gildi. Þá skulu skipulagsáætlanir sveitarfélaga að fullu samræmdar skipulagsreglum flugvallar innan fjögurra ára frá gildistöku reglnanna.“ Lögin voru samþykkt með fimmtíu samhljóða atkvæðum en sex þingmenn sátu hjá. Skipulag Alþingi Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Stjórnarfrumvarp að nýjum heildarlögum um loftferðir var flutt af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. Sagði hann í framsögu að því væri ætlað að skapa flugsamgöngum nýja og uppfærða lagaumgjörð sem taki mark af nútímakröfum og alþjóðlegum skuldbindingum á þessu sviði. Innviðaráðherra virðist vera kominn með nýtt vopn ef verja þarf flugvöll gegn ásælni viðkomandi sveitarfélags. Ráðherrann fer með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál í ríkisstjórninni.Ívar Fannar Arnarsson Þótt almenn sátt hafi ríkt um þingmálið var þó deilt um það ákvæði sem heimilar ráðherra að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli og að þær reglur séu settar ofar skipulagsvaldi sveitarfélaga. „Skipulagsreglur flugvalla trompa skipulag sveitarfélaga, aðal- og deiliskipulag, í tengslum við flugöryggi,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður í samtali við fréttastofu um lagabreytinguna en hann var framsögumaður málsins í umhverfis- og samgöngunefnd. En getur lagabreytingin haft áhrif í deilum um Reykjavíkurflugvöll, til dæmis í yfirstandandi deilum Isavia og borgar um skipulag nýs hverfis í Skerjafirði? „Já. Klárlega,“ svarar Njáll Trausti enda gangi skipulagsreglur framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga á sviði flugöryggis. Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður fór fyrir nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Njáll var annar formanna samtakanna Hjartans í Vatnsmýri sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að verja Reykjavíkurflugvöll.vísir/sigurjón Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem stóð einn að minnihlutaáliti, sagði að þetta fæli í sér víðtækt afnám á skipulagsvaldi sveitarfélaga og tók þannig undir afstöðu Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, sem í umsögnum gerðu verulegar athugasemdir. „Nái breytingin fram að ganga mun hún kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hafa yfir flugvöllum innan eigin staðarmarka,“ segir í umsögn borgarinnar, sem fráfarandi meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna skrifaði undir. „Dapurlegt er að í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins eru ekki færð fram nein rök fyrir því að nauðsynlegt sé að víkja frá því meginsjónarmiði skipulagslaga um að ákvörðunartaka í skipulagsmálum eigi að vera sem næst þeim sem málið varðar. Umrætt ákvæði er ekki bara óeðlileg og gróf aðför að sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga - heldur er hún algjörlega án knýjandi eða málefnalegra ástæðna,“ segir ennfremur í umsögn borgarinnar. Deilur hafa verið um hvort uppbygging nýs íbúðahverfis í Skerjafirði skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.Reykjavíkurborg Samband íslenskra sveitarfélaga lagðist einnig gegn málinu. „Að mati sambandsins er hér um að ræða afar íþyngjandi inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sveitarfélögin geta á engan hátt sætt sig við. Hér er tilefni til að minna á að skipulagsvaldið er hornsteinn sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga,“ segir í umsögn þess. Alþingi kom þó til móts við áhyggjur Sambands sveitarfélaga og borgarinnar með því að bæta inn ákvæði þess efnis að hlutaðeigandi sveitarfélag fengi, ásamt Samgöngustofu og rekstraraðila flugvallarins, aðild að starfshópi ráðherra sem annaðist gerð tillögu að reglunum. Ráðherra skipar formann starfshópsins án tilnefningar. „Markmið starfshópsins skal vera að tillaga að skipulagsreglum tryggi flugöryggi með fullnægjandi hætti með sem minnstum takmörkunum á skipulag þeirra svæða í kringum flugvöllinn sem reglurnar taka til,“ segir í ákvæðinu. „Telur meirihlutinn að með þessum hætti megi tryggja sveitarfélögum beina þátttöku í undirbúningi og gerð skipulagsreglnanna og að skipulagsreglurnar feli ekki í sér meiri takmarkanir á skipulagi svæða í nágrenni flugvalla en nauðsynlegt er vegna flugöryggissjónarmiða,“ segir í útskýringum. Lagaákvæðið sem setur skipulagsreglur flugvalla ofar skipulagsvaldi sveitarfélaga fór svona í gegn: „Sveitarfélögum ber að gæta þess að skipulagsáætlanir þeirra og aðrar ákvarðanir á grundvelli skipulagslaga samræmist skipulagsreglum flugvalla frá því að skipulagsreglurnar taka gildi. Þá skulu skipulagsáætlanir sveitarfélaga að fullu samræmdar skipulagsreglum flugvallar innan fjögurra ára frá gildistöku reglnanna.“ Lögin voru samþykkt með fimmtíu samhljóða atkvæðum en sex þingmenn sátu hjá.
Skipulag Alþingi Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20