Golden State NBA meistari árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:02 Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022. Elsa/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti