Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 14:57 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Nú liggja 29 inni á spítalanum með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir í gær á meðan einn var lagður inn. Einn sjúklingur lést þá á spítalanum í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir hóp þeirra sem lagst hefur inn skiptast til helminga. „Annars vegar fólk sem hefur lagst inn vegna Covid, eða afleiðinga Covid og svo hins vegar fólk sem hefur fengið smit hér innan spítalans.“ Tilfellum Covid í samfélaginu hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Már segir þó ekki víst að ný bylgja sé í uppsiglingu. „Það fer eftir því meðal annars hversu öflugt ónæmissvarið sem er þó til í samfélaginu er í því að hemja útbreiðslu. Það er einn óvissuþáttur sem ég hef ekki svar við,“ segir Már. Líklegast að taktur náist Már segir að vonir standi til að ónæmi vegna bólusetninga og fyrri sýkinga komi í veg fyrir að veiran tröllríði samfélaginu líkt og á fyrri stigum faraldursins. Ný bylgja sé þó ekki óhugsandi. „Það sem er kannski líklegra er að það verði alltaf einhver grunntaktur og svo kannski komi upp einstaka hópsýkingar, eins og kannski inni á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk er í mikilli nánd eða stendur höllum fæti.“ Áhugavert verði að sjá áhrif mannamóta gærdagsins, 17. júní, á gang mála. „Það mun bara verða ljóst á næstu viku, tíu dögum, hvort það verður veruleg aukning í tilfellum og þá hvaða afleiðingu það hefur fyrir stofnun á borð við Landspítalann,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira