Íslandsmethafinn í fráköstum tók tvöfalt fleiri fráköst en næst frákastahæsti samherji hennar en Isabella var með flest fráköst allra á leikvellinum. Ásamt því þá stal hún tveimur boltum og varði eitt skot.
Þetta var einungis annað tap Panthers á tímabilinu en þær eru í þriðja sæti deildarinnar eftir átta sigra í fyrstu tíu umferðunum.
Næsti leikur Isabellu og South Adelaide Panthers er gegn Eastren Mavericks næsta laugardag klukkan 9 að morgni á íslenskum tíma.
Tölfræðilegar upplýsingar fengust á heimasíðu NBL deildarinnar.