Veszprém var yfir í hálfleik, 18-16, en frábær síðari hálfleikur hjá Kielce tryggði þeim sigurinn. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark úr tveimur skotum en Sigvaldi spilaði ekki í dag vegna meiðsla.
Arkadiusz Moryto, leikmaður Kielce, var markahæstur í dag en hann skoraði úr öllum átta skotum sínum í leiknum.
Kielce mun mæta annaðhvort Kiel eða ríkjandi evrópumeisturum Barcelona í úrslitaleiknum á sunnudaginn næsta.