Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir leika með Kristianstad en þær hófu báðar leik á bekknum í dag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Hlín Eiríksdóttir var hins vegar í byrjunarliði Piteå en fór af leikvelli á 75. mínútu. Amanda kom inn af bekknum á 78. mínútu en Emilíu var skipt inn á leikvöllinn á 92. mínútu. Eina mark leiksins skoraði Evelyne Viens fyrir Kristianstad á 10. mínútu leiksins og þar við sat.
Á Skytteholms vellinum í Solna var Rosengård í heimsókn hjá AIK. Rosengård var fyrir umferðina í efsta sæti deildarinnar á meðan AIK var fast við botninn. Það varð enginn breyting á því í dag. Sofie Bredgaard og Emme Berglund skoruðu fyrsta og síðasta mark leiksins en þess á milli gerðu Jelena Cankovic og Olivia Schough tvö mörk hvor í 0-6 útisigri.
Rosengård er því komið í 39 stig, með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 15 umferðir. Kristianstad er í 3, sæti með 33 stig á meðan Piteå er í 8. sæti með 20 stig.
15. umferðin klárast seinna í dag með tveimur leikjum.
Upplýsingar um markaskorara fengust á heimasíðu Flashscore.com.