Erlent

Japanskur dómstóll slær á vonir samkynja para

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband.
Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband.

Dómstóll í Osaka í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann gegn hjónaböndum samkynja para gangi ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins. Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband.

Þrjú samkynja pör höfðuð mál gegn ríkinu, sögðu bannið brjóta gegn stjórnarskrá Japan og kröfðust bóta. 

Annar dómstóll, í Sapporo, hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að bannið fæli sannarlega í sér brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti hinsegin fólks og höfðu aðgerðasinnar vonast til þess að málið sem sótt var í Osaka myndi neyða stjórnvöld til að grípa til aðgerða.

Í stjórnarskrá Japan er hjónaband skilgreint þannig að það sé háð „samþykki beggja kynja“ en stuðningur við hjónabönd einstaklinga af sama kyni hefur aukist mjög á síðustu árum og þá tóku gildi reglur í Tókýó í síðustu viku sem tryggja samkynja pörum ýmis réttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×