Hamla lífeyrissjóðir samkeppni? Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 11:31 Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Samkeppnismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun