„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 12:01 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach en liðið vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Twitter@vfl_gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira