Skiluðu tönninni úr þjóðhetju Kongó Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2022 14:30 Börn Patrice Lumumba í Brussel í morgun, eftir að tönninni hafði verið komið fyrir í kistu. AP Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um. Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20
Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53