Erlent

Flotborg rís við Maldíveyjar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Maldíveyjar eru í mikilli hættu vegna hækkunar sjávarmáls.
Maldíveyjar eru í mikilli hættu vegna hækkunar sjávarmáls. Getty/Maremagnum

Í tíu mínútna bátsferð frá höfuðborg Maldíveyja rís flotborg, en flotborgin á að geta hýst tuttugu þúsund manns ásamt þjónustu við þá borgarbúa sem þar setjast að. Flotborgin er andsvar stjórnvalda Maldíveyja og verktaka frá Hollandi við hækkun sjávarmáls.

Maldíveyjar eru í viðkvæmri stöðu þegar kemur að hækkun sjávarmáls en áttatíu prósent landsvæðis eyjanna er minna en einum metra fyrir ofan sjávarmál og því gæti hækkun sjávarmáls vegna hnattrænnar hlýnunar komið eyjunum á kaf. Flotborgin gæti því komið íbúum Maldíveyja til bjargar en þetta kemur fram í umfjöllun CNN um málið.

Flotborgin mun vera saman sett af fimm þúsund fljótandi einingum og verður fólki leyft að setjast að í borginni snemma árið 2024, uppbyggingu borgarinnar á þó ekki að ljúka fyrr en 2027. Álíka flotborgaframkvæmdum hefur verið hleypt af stað í Suður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×