Pergólur og kaldir pottar vinsæl í íslenskum görðum Garðaþjónusta Reykjavíkur 21. júní 2022 14:51 Garðaþjónusta Reykjavíkur „Við bjóðum upp á alhliða lóðaþjónustu og tökum að okkur allar stærðir verkefna. Fyrirtækið hefur starfað í nær tuttugu ár og fagleg þjónusta er okkar aðalsmerki,“ segir Hjörleifur Björnsson, framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur. Hann segir Íslendinga vilja nota góðviðrisdaga til fulls og leggi mikið í útisvæðið við heimilið. „Það færist sífellt í aukana að fólk smíði palla og verandir við heimili sitt. Síðustu ár hafa pergólur náð miklum vinsældum, þ.e opið þak með þverbitum sem veitir hálfskjól og hægt að hengja seríur og útiljós neðan í. Fura er vinsælasta pallaefnið enda hagstætt og stendur alltaf fyrir sínu. Eins er harðviðurinn alltaf góður kostur. Garðaþjónusta Reykjavíkur Kaldi potturinn hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska pallamenningu og er að verða hluti af staðalbúnaði líkt og sá heiti. Úrvalið af hellum og steinum er gríðarlega spennandi sem og náttúruflísarnar sem hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Okkar sérsvið er pallasmíði og hellulagnir. Við bjóðum upp á hönnun og teikningu lóða frá a - ö undir handleiðslu byggingaverkfræðings og skrúðgarðyrkjufræðings. Faglærðir og reynslumiklir smiðir sjá svo um framkvæmdarhliðina undir gæðaeftirliti okkar. Við setjum þær kröfur á sjálfa okkur að viðskiptavinurinn fái ávallt það sem hann borgar fyrir,“ segir Hjörleifur. Garðaþjónusta Reykjavíkur Enn er tími til að panta verk hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur. „Við erum enn með opið á árinu 2022, við viljum ekki bóka of langt fram í tímann því við leggjum mikið upp úr því að geta staðið við tímasetningar,“ útskýrir Hjörleifur. „Það er líka hægt að panta hjá okkur ráðgjöf, þá mætum við á staðinn og tökum verkið út í samráði við fólk. Næsta skref er að útbúa þrívíddarteikningar af verkinu ef þess er óskað og loks kostnaðaráætlun og skriflegt tilboð. Ef verkið er samþykkt fer það í farveg og við kappkostum að viðskiptavinir þurfi ekki að bíða lengi eftir því að verk hefjist. Tilboðin eru bindandi en þó verður nefna verðhækkanir á timbri, jafnvel milli mánaða svo sá fyrirvari verður að vera. Ég mæli með því að vera fyrr en seinna á ferðinni ef panta á verk,“ segir Hjörleifur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Garðaþjónustu Reykjavíkur og á facebooksíðu fyrirtækisins. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hann segir Íslendinga vilja nota góðviðrisdaga til fulls og leggi mikið í útisvæðið við heimilið. „Það færist sífellt í aukana að fólk smíði palla og verandir við heimili sitt. Síðustu ár hafa pergólur náð miklum vinsældum, þ.e opið þak með þverbitum sem veitir hálfskjól og hægt að hengja seríur og útiljós neðan í. Fura er vinsælasta pallaefnið enda hagstætt og stendur alltaf fyrir sínu. Eins er harðviðurinn alltaf góður kostur. Garðaþjónusta Reykjavíkur Kaldi potturinn hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska pallamenningu og er að verða hluti af staðalbúnaði líkt og sá heiti. Úrvalið af hellum og steinum er gríðarlega spennandi sem og náttúruflísarnar sem hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Okkar sérsvið er pallasmíði og hellulagnir. Við bjóðum upp á hönnun og teikningu lóða frá a - ö undir handleiðslu byggingaverkfræðings og skrúðgarðyrkjufræðings. Faglærðir og reynslumiklir smiðir sjá svo um framkvæmdarhliðina undir gæðaeftirliti okkar. Við setjum þær kröfur á sjálfa okkur að viðskiptavinurinn fái ávallt það sem hann borgar fyrir,“ segir Hjörleifur. Garðaþjónusta Reykjavíkur Enn er tími til að panta verk hjá Garðaþjónustu Reykjavíkur. „Við erum enn með opið á árinu 2022, við viljum ekki bóka of langt fram í tímann því við leggjum mikið upp úr því að geta staðið við tímasetningar,“ útskýrir Hjörleifur. „Það er líka hægt að panta hjá okkur ráðgjöf, þá mætum við á staðinn og tökum verkið út í samráði við fólk. Næsta skref er að útbúa þrívíddarteikningar af verkinu ef þess er óskað og loks kostnaðaráætlun og skriflegt tilboð. Ef verkið er samþykkt fer það í farveg og við kappkostum að viðskiptavinir þurfi ekki að bíða lengi eftir því að verk hefjist. Tilboðin eru bindandi en þó verður nefna verðhækkanir á timbri, jafnvel milli mánaða svo sá fyrirvari verður að vera. Ég mæli með því að vera fyrr en seinna á ferðinni ef panta á verk,“ segir Hjörleifur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Garðaþjónustu Reykjavíkur og á facebooksíðu fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Garðaþjónustu Reykjavíkur og á facebooksíðu fyrirtækisins.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira