Fær ekki líftryggingu eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna þunglyndis Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 16:46 TM og VÍS neituðu Stefáni um líftryggingu einfaldlega vegna þess að hann er þunglyndur. Aðsend/Vísir Stefán Árnason hefur fengið synjun á umsókn um líftryggingu frá tveimur vátryggingafélögum. Þau hafa synjað umsóknum hans af þeim ástæðum einum að hann sé þunglyndur og hafi leitað sér hjálpar vegna þess. „TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur. Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
„TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur.
Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira