Draga úr notkun Bandaríkjahers á jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:12 Alþjóðlegt viðvörunarskilti við jarðsprengjusvæði í Bagram, fyrrverandi herflugvöll Bandaríkjahers í Afganistan. AP/Mikhail Metzel Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag að Bandaríkjaher hætti notkun á jarðsprengjum utan Kóreuskaga. Jarðsprengjur verða þúsundum manna að bana á hverju ári, aðallega börnum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson. Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar kemur í kjölfar árslangrar endurskoðunar á notkun jarðsprengna. Donald Trump, forveri Biden í embætti, hafði rýmkað heimildir hersins til að nota sprengjurnar. Samkvæmt nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar verða jarðsprengur nú aðeins notaðar til þess að verja Suður-Kóreu fyrir innrás frá Norður-Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin uppfylla því enn ekki Ottawa-sáttmálann frá 1997 en honum var ætlað að útrýma notkun jarðsprengna í heiminum. Jarðsprengjur sem eru grafnar í jörðu eða lagðar á jörðu í stríðsátökum geta verið virkar og kostað mannslíf mörgum árum eftir að stillt hefur verið til friðar. Bandarísk yfirvöld áætla að um sjö þúsund manns látist á hverju ári af völdum jarðsprengna vítt um og breitt um heiminn. Mikill meirihluti þeirra sem látast eru óbreyttir borgarar og að minnsta kosti helmingur fórnarlambanna er talinn vera börn, að því er segir í frétt Washington Post. Rússar leggja nú jarðsprengjur í innrás sinni í Úkraínu. Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, fordæmdi notkun Rússa á sprengjunum í yfirlýsingu í dag. „Heimurinn hefur enn og aftur orðið vitni að hrikalegum afleiðingum sem jarðsprengjur geta haft í samhengi við hrottalegt og tilhæfulaust stríð Rússlands í Úkraínu þar sem rússneski herinn notar þessi og önnur hergögn sem valda óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum gríðarlegum skaða,“ sagði Watson.
Hernaður Bandaríkin Norður-Kórea Joe Biden Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira