Erlent

Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá Afganistan. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Frá Afganistan. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty/Jacob Bryant

Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl.

Unnið er að því að koma viðbragðsaðilum á staðinn en að minnsta kosti 155 eru særðir, að því er fréttastofan Bakhtar greinir frá. 

Íbúar hafa greint frá „sterkum og löngum“ skjálftum og á samfélagsmiðlum hafa menn deilt myndum af rústum húsa sem hreinlega hrundu í jarðhræringunum.

Skjálftinn virðist aðallega hafa haft áhrif í fjórum hverfum Paktika-héraðs; Barmala, Ziruk, Naka og Gayan. Talsmaður stjórnar Talíbana hefur hvatt alla viðbragðsaðila til að senda teymi á vettvang til að koma í veg fyrir frekari hörmungar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×