Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2022 13:19 Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. Aðsend/Getty Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“ Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“
Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21