Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 13:36 Frá útför fórnarlamba jarðskjálftans í þorpinu Gayan í Paktika-héraði. Flestar byggingar þar skemmdust eða hrundu til grunna. Vísir/EPA Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27