Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 08:01 Í skýrslunni segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. EPA Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira