Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 21:01 Sjö sjúklingar á sextán manna deild á Landakoti hafa greinst smitaðir. Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira