Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 08:05 Lúxus hótelið á Grenivík, sem framkvæmdir eru hafnar við. Hótelið verður glæslegt í alla staði og útsýnið frá því stórkostlegt. Aðsend Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira