Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 13:16 Reykjavík loftmyndir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent