Sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítala Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 16:57 Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki stofna neinum í hættu þótt sjúkrabílar þurfi að bíða fyrir utan Landspítala með sjúklinga innanborðs. Vísir/Baldur Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan. Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira