Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 08:40 Kassar með lyfinu mifepristone sem í daglegu tali er kallað þungunarrofspillan. AP/Allen G. Breed Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23