Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 09:14 Japönsk yfirvöld hafa sagt fólki að ganga ekki með sóttvarnagrímur utandyra til að draga úr líkum á hitaslagi. Ekki hafa allir orðið við þeim tilmælum. Vísir/EPA Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana. Hitinn í Tókýó náði 35,1°C fyrir klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem hitinn fer yfir 35 gráður. Það gerðist síðast í júnímánuði árið 1875. Viðvörun var gefin út vegna hættu á hitaslagi víða um Japan í dag og í Tókýó voru 76 fluttir á sjúkrahús. Ekkert lát virðist ætla að verða á hitanum í bráð. Japanska veðurstofan spáir því að hitinn nái 36 gráðum í höfuðborginni á fimmtudag og 35 gráðum á föstudag. Yfirvöld hafa biðlað til almennings að draga úr rafmagnsnotkun til að forðast rafmagnsleysi. Sparnaðurinn ætti þó að vera innan skynsamlegra marka. Koichi Hagiuda, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir dæmi um að eldra fólk hafi slökkt á loftkælingu eftir að almenningur var beðinn um að spara við sig. „Geriði það, það er heitt, ekki hika við að kæla ykkur,“ sagði ráðherrann. Erfiðlega hefur einnig gengið að sannfæra allan almenning um að skilja sóttvarnagrímur eftir heima til að draga úr líkum á að hitinn beri fólk ofurliði. Japan Loftslagsmál Tengdar fréttir Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Hitinn í Tókýó náði 35,1°C fyrir klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem hitinn fer yfir 35 gráður. Það gerðist síðast í júnímánuði árið 1875. Viðvörun var gefin út vegna hættu á hitaslagi víða um Japan í dag og í Tókýó voru 76 fluttir á sjúkrahús. Ekkert lát virðist ætla að verða á hitanum í bráð. Japanska veðurstofan spáir því að hitinn nái 36 gráðum í höfuðborginni á fimmtudag og 35 gráðum á föstudag. Yfirvöld hafa biðlað til almennings að draga úr rafmagnsnotkun til að forðast rafmagnsleysi. Sparnaðurinn ætti þó að vera innan skynsamlegra marka. Koichi Hagiuda, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir dæmi um að eldra fólk hafi slökkt á loftkælingu eftir að almenningur var beðinn um að spara við sig. „Geriði það, það er heitt, ekki hika við að kæla ykkur,“ sagði ráðherrann. Erfiðlega hefur einnig gengið að sannfæra allan almenning um að skilja sóttvarnagrímur eftir heima til að draga úr líkum á að hitinn beri fólk ofurliði.
Japan Loftslagsmál Tengdar fréttir Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27. júní 2022 07:25