Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 11:37 Sex kristilegir íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa veitt kristilegum íhaldsmönnum stóra pólitíska sigra á síðustu vikum, ekki síst afnám réttar kvenna til þungunarrofs í síðustu viku. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira